Thomas Tuchel stjóri Chelsea hefur fengið þau skilaboð að félagið sé með 150 milljónir punda til þess að kaupa leikmenn í sumar.
Roman Abramovich eigandi félagsins hefur trú á Tuchel sem hefur gert frábæra hluti í starfi eftir að hann tók við í janúar.
Chelsea er komið í úrslit enska bikarsins og Meistaradeildarinnar. Tuchel vill kaupa framherja í sumar og eru Romelu Lukaku og Erling Haaland orðaðir við félagið.
Tuchel telur Olivier Giroud og Tammy Abraham ekki nógu öfluga til þess að leiða framlínu liðsins og þá telur hann Timo Werner henta betur sem vængmann.
Ólíklegt er að Chelsea geti fengið Haaland en Tuchel hefur 26 milljarða til að leika sér með í sumar tli að styrkja gott lið Chelsea.