Manchester City vann útisigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í mögnuðum leik. Ferran Torres skoraði þrennu.
Emil Krafth kom Newcastle yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Þrjú mörk komu svo rétt fyrir leikhlé. Joao Cancelo jafnaði metin á 39. mínútu og Torres kom City yfir stuttu síðar. Newcastle fékk víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á punktinn steig Joelinton og skoraði. Staðan í hálfleik 2-2.
Heimamenn fengu annað víti um miðjan seinni hálfleik. Joe Willock tók það en Scott Carson, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir City í dag, varði frá honum. Willock náði þó frákastinu og kom Newcastle yfir.
Gestirnir sneru leiknum sér í vil strax í kjölfarð. Mínútu eftir mark Willock jafnaði Torres með sínu örðu marki. Hann fullkomnaði svo þrennu sína örfáum mínútum síðar. Lokatölur urðu 3-4.
City er nú þegar orðið enskur meistari, eru með 13 stiga forksot á toppi deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Newcastle er í 16. sæti, þó í engri hættu á því að falla.