Arsenal kynnti í dag til leiks nýja varabúninga liðsins fyrir næstu leiktíð. Adidas framleiðir búningana eins og síðustu tvö tímabil.
Treyjan er ljósgul og svipar til þeirrar sem Arsenal klæddist þegar liðið vann tvennuna árið 1971. Þá má sjá að treyjan ber fallbyssu-merkið sem hefur ekki verið notað eitt og sér síðan 1990.
Tímabil Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska. Það er spurning hvort að bjartari tímar séu framundan í nýjum búningum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af nýju treyjunni.
Arsenal release their 2021-22 away kit 💛 pic.twitter.com/GzI1se8Oac
— B/R Football (@brfootball) May 14, 2021