Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku og Svíþjóð í leikjum sem lauk nýverið.
Rosengard vann 0-1 sigur á Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði seinni hálfleikinn með Vaxjö.
Rosengard er með fullt hús stiga eftir fimm leiki í deildinni. Vaxjö hefur aðeins 1 stig, eftir jafnmarga leiki.
Aron Elís Þrándarson lagði upp fyrra mark OB í 2-2 jafntefli gegn Vejle í fall-hluta dönsku úrvalsdeildarinnar. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur lifðu leiks.
OB er í þriðja sæti af sex liðum í þessum hluta. Þeir eru 2 stigum á eftir AaB sem er efst. Það sæti gefur þátttökurétt í umspili fyrir UEFA Conference League. AaB á þó eftir að leika þrjá leiki á meðan OB á aðeins tvo leiki eftir.