ÍA fékk seint í gærkvöldi danska framherjann Morten Beck á láni frá FH. Verður hann hjá ÍA út þessa leiktíð.
Morten Beck gekk í raðir FH sumarið 2019 og kom frábærlega inn í liðið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, hann átti svo ekki gott tímabil í fyrra.
Danski framherjinn virðist svo ekki vera í plönum Loga Ólafssonar á þessari leiktíð og fór því til ÍA.
Skagamönnum vantaði framherja en Morten Beck lék áður með KR hér á landi áður en hann snéri aftur og gekk í raðir FH.
Beck tekur ekki þátt í leik ÍA í kvöld en þar heimsækir liðið FH í Kaplakrika.