Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund hefur sett þrýsting á umboðsmann sinn að tjá til þess að hann gangi í raðir Manchester United í sumar. Staðarblaðið í Manchester segir frá.
Sancho er sagður hafa verið ósáttur með Emeka Obias, umboðsmann sinn síðasta sumar. Þá reyndi United að kaupa Sancho en það án árangurs.
United hefur enn augastað á Sancho og er talið líklegt að félagið kaupi hann í sumar, ólíklegt er að Ole Gunnar Solskjær kaupi framherja eftir að Edinson Cavani ákvað að taka ár til viðbótar með félaginu.
Dortmund hefur sagt frá því að samkomulag við Sancho sé klárt, hann megi fara frá félaginu í sumar.
United reyndi að kaupa Sancho fyrir ári síðan en þá vildi Dortmund fá 108 milljónir punda, verðmiðinn í sumar er mikið lægri og er sagður vera nálægt 80 milljónum punda.