Dortmund er þýskur bikarmeistari eftir stórsigur á RB Leipzig í úrslitaleik í kvöld.
Jadon Sancho kom þeim yfir strax á 5. mínútu. Erling Haaland tvöfaldaði svo forskot þeirra eftir tæpan hálftíma leik. Sancho gerði svo gott sem út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks með öðru marki sínu. Staðan í hálfleik var 3-0.
Dani Olmo minnkaði muninn fyri Leipzig þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Haaland bætti svo við öðru marki sínu, fjórða marki Dortmund, undir lok leiks.
Lokatölur 4-1 fyrir Dortmund. Þeir vinna þýska bikarinn í fimmta sinn í sögunni.