Cristiano Ronaldo er einangraður í búningsklefa Juventus og á ekki neina vini á meðal liðsfélaga sinna. Þetta kemur fram í fréttum dagsins.
Ronaldo skoraði sitt 100 mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á Sassuolo í gær en með sigrinum á Juventus enn veika von á sæti í Meistaradeildinni.
Í fréttum dagsins kemur fram að leikmenn Juventus hafi fengið nóg af því að Ronaldo fái sérmeðferð og þurfi ekki að leggja á sig sömu vinnu og aðrir.
Á mánudaginn þurftu allir leikmenn Juventus að mæta til æfinga eftir slæmt tap gegn Milan daginn áður, Ronaldo fékk hins vegar frí til þess að fara og kaupa sér Ferrari bíl. Ronaldo fór í verksmiðju Ferrari í Maranello.
Með Ronaldo í för voru Andrea Agnelli forseti Juventus og hefur þessi ferð pirrað marga leikmenn Juventus. Ronaldo keypti sér Ferrari Monza bíl sem kostar 1,4 milljón punda eða tæpar 250 milljónir íslenskra króna.