fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og í kvöld. Grindavík og Haukar gerðu jafntefli. KR vann öruggan sigur á HK.

Christabel Oduro kom Grindavík yfir gegn Haukum um miðjan fyrri hálfleik. Þær leiddu með því marki í hálfleik. Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru með 4 stig eftir tvær umferðir. Grindavík er með 2 stig.

KR gerði þá góða ferð í Kórinn fyrr í dag. Þær komust yfir snemma leiks er Gígja Valgerður Harðardóttir gerði sjálfsmark. Gestirnir úr Vesturbæ tvöfölduðu forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Kathleen Rebecca Pingel. Staðan í hálfleik var 0-2. Kathleen gerði út um leikinn með sínu öðru marki eftir klukkutíma leik. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fjórða mark KR um tíu mínútum síðar áður en Lára Einarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiks. Lokatölur 1-4.

KR er með 3 stig eftir tvær umferðir. HK er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar vonast til að Aron spili ekki á Íslandi í sumar – „Ég var sammála honum á þeim tímapunkti“

Arnar vonast til að Aron spili ekki á Íslandi í sumar – „Ég var sammála honum á þeim tímapunkti“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meiðslapési United mættur aftur til æfinga

Meiðslapési United mættur aftur til æfinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar
433Sport
Í gær

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins