Þór tók á móti Grindavík í Boganum í Lengjudeild karla í dag. Heimamenn unnu öruggan sigur.
Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur. Jakob Snær Árnason kom heimamönnum yfir á 12. mínútu. Fannar Daði Malmquist Gíslason tvöfaldaði svo forystu þeirra örfáum mínútum síðar. Josip Zeba minnkaði muninn fyrir Grindavík skömmu síðar. Á 22. mínútu kom Bjarki Þór Viðarsson Þór í 3-1. Fjögur mörk komin á tíu mínútna kafla! Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerpi Guðni Sigþórsson svo gott sem út um leikinn fyrir Þór þegar hann skoraði þeirra fjórða mark.
Staðan í hálfleik var 4-1.
Eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik fékk markaskorari Grindvíkinga, Zeba, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Leikurinn róaðist í kjölfarið og var ekki meira skorað. Lokaniðurstaða 4-1.
Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar.