Það er útlit fyrir að leikur Manchester United og Liverpool muni fara fram á settum tíma þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna. Bæði lið eru mætt í hús. Hér neðst má sjá byrjunarliðin.
Stuðningsmenn Man Utd stöðvuðu liðsrútu Liverpool sem var á leið á Old Trafford fyrr í dag til þess að mótmæla Glazer-fjölskyldunni, eigendum Man Utd. Í kjölfarið fóru vangaveltur af stað um það hvort að þessum leik yrði frestað eins og leik þessara liða sem átti að fara fram fyrr í mánuðinum.
Hér má sjá byrjunarliðin í þessum stórleik en Ole Gunnar Solskjær gerir tíu breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Leicester á þriðjudag.
Man Utd: Henderson; Wan-Bissaka, Bailly, Lindelöf, Shaw; McTominay, Fred; Rashford, Fernandes, Pogba; Cavani.
Liverpool: Allison; Alexander-Arnold, Phillips, Williams, Robertson; Thiago, Fabinho, Wijnaldum; Salah, Firmino, Jota.