Segja má að Garðbæingar séu ekki beint sáttir við það að þeirra efnilegasti knattspyrnumaður hafi verið seldur til Breiðabliks í gær. Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Sölva Snæ Guðbjargarsyni frá Stjörnunni. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið í gær.
Sölvi er 19 ára miðjumaður sem hefur spilað 55 meistaraflokksleiki með Stjörnunni og skorað 9 mörk. Hann á þá 17 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands. ,,Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúym að hann muni styrkja liðið okkar mikið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika.
Sæll vinur🙃🙃 pic.twitter.com/bdpZQJXXOI
— Guðmundur Jóhannsson (@gummijo98) May 12, 2021
Guðmundur Jóhannsson gróf í gær upp ummæli sem Sölvi lét falla í viðtali við Fótbolta.net árið 2019. Hann var þá spurður að því hvaða liði hann myndi aldrei spila fyrir.
„Það þyrfti mikið að gerast ef ég myndi fara í Breiðablik,“ sagði Sölvi árið 2019 en hann ákvað að fara í Kópavoginn í gær.
Sölvi hefur mikið verið í fréttum eftir að Rúnar Páll Sigmundsson sagði upp hjá Stjörnunni í síðustu viku, afskipti stjórnar af því að Rúnar hafi spilað Sölva í fyrstu umferð eru sögð ástæða þess að hann sagði upp.
Þá hafa aðrir líkt Sölva við snák fyrir það að hafa gengið til liðs við erkifjendur Stjörnunnar.
🐍🐍🐍🐍 pic.twitter.com/tpgvYOw1Zb
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) May 12, 2021