Gianluigi Buffon hefur ekki ákveðið hvort að hann sé hættur í knattspyrnu eður ei. Hann ætlar að gefa sér nokkra daga til þess að hugsa málið.
Buffon tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki leika áfram með Juventus á næstu leiktíð. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2001, fyrir utan eitt tímabil með París Saint-Germain 2018-2019. Hann á 526 leiki fyrir félagið og er algjör goðsögn þar á bæ.
,,Ég hef fengið nokkur áhugaverð tilboð. Mig langar til þess að sjá á næstu 20 dögum hvort að ég hafi enn metnaðinn til þess að leggja á mig mikla vinnu. Ef mér líður enn eins og Buffon, þá tek ég tilboði. Ef ekki, þá legg ég skóna á hilluna,“ sagði Buffon.
Buffon to Sky Sport: "I've received some interesting offers, I want to see in 20 days if I will still have enthusiasm and desire to work hard. If I still feel to ìbe Buffon', I'll accept the offer. Otherwise, I will retire". ⚪️⚫️ #Juventus
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2021