fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Vonar að eiginn leikmaður fari í lengra bann

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 22:09

Sigurður Höskuldsson. Mynd: Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík, var ansi svekktur út í leikmann sinn, Octavio Paez, fyrir rautt spjald sem sá síðarnefndi fékk í 3-0 tapi gegn KA í kvöld. Spjaldið fékk leikmaðurinn fyrir mjög ljóta tæklingu.

Paez fór í tveggja fóta tæklingu á Kára Gautasyni, leikmanni KA, seint í leiknum. Brotið var algjör óþarfi. Lítið var um að vera og boltinn á vallarhelmingi KA.

Sigurður fór ekki leynt með pirring sinn í garð leikmannsins í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

,,Ég er virkilega sár út í minn leikmann og ég vona að hann fái meira en einn leik í bann,“ sagði þjálfarinn.

Það verður væntanlega ákveðið á komandi dögum hvort að Paez fái þyngri refsingu en hið hefðbundna eins leiks bann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“