fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: KA með öruggan sigur á Dalvík – Aftur skoruðu þeir þrjú

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 19:21

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tók á móti Leikni Reykjavík í fyrsta leik 3. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Leikið var á Dalvík vegna slæmra vallaraðstæðna á Greifavellinum á Akureyri. ,,Heimamenn“ unnu virkilega öruggan sigur á nýliðinum.

Þegar stundarfjórðungur var liðinn fékk KA vítaspyrnu. Þá braut Bjarki Aðalsteinsson klaufalega á Steinþóri Frey Þorsteinssyni innan teigs. Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Guy Smit í marki Leiknis.

Heimamenn réðu ferðinni í þessum fyrri hálfleik. Eftir hálftíma leik vann Daníel Hafsteinsson boltann á hættulegum stað og hlóð í skot sem fór yfir mark gestanna. Stuttu síðar kom fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Leiknis. Hún sigldi í gegnum allan pakkann inni á teignum og rétt framhjá markinu.

Þegar tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks stakk Hallgrímur boltanum í gegn á Ásgeir Sigurgeirsson en Guy varði vel frá Ásgeiri sem var kominn í gott færi. Í næstu sókn á eftir átti Hallgrímur skot rétt fyrir utan teig. Skotið fór af varnarmanni Leiknis en Guy var vel á verði í markinu.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, gott hlaup upp hægri kantinn. Hann kom sér með boltann inn á teig KA-manna en því miður fyrir gestina þá tókst þeim ekki að gera sér mat úr þessu.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA.

Leiknismenn voru betri í upphafi seinni hálfleiks en þrátt fyrir það fengu þeir á sig víti þegar tíu mínútur voru liðnar af honum. Aftur va Bjarki brotlegur. Í þetta skiptið braut hann á Hauki Heiðari Haukssyni. Að sjálfsögðu fór Hallgrímur aftur á punktinn. Hann sendi Guy í rangt horn, 2-0.

Stuttu síðar fékk Sólon Breki Leifsson færi til að minnka muninn fyrir gestina. Þá slapp hann í gegn eftir sendingu Mána Austmann Hilmarssonar en heimamenn komust fyrir boltann.

Um miðjan seinni hálfleik stakk Nökkvi Þeyr Þórisson boltanum inn fyrir vörn Leiknis á Steinþór Frey Þorsteinsson. Hann skaut þó framhjá úr mjög góðu færi. Hinum megin slapp Sólon aftur í gegn en Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, varði virkilega vel frá honum í markinu.

Á 70. mínútu gerðu KA-menn út um leikinn. Þá skoraði Ásgeir Sigurgeirsson eftir hornspyrnu. Leiknismenn höfðu reynt að koma boltanum frá markinu en eftir smá klafs inni á teig endaði boltinn hjá Ásgeiri sem potaði boltanum í netið.

Octavio Paez, í liði Leiknis, fékk rautt spjald fyrir glórulausa tveggja fóta tæklingu á Kára Gautasyni á 83. mínútu leiksins.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir KA.

KA er með 7 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Þá hafa þeir skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum. Þeir hafa ekki verið þekktir fyrir mikla markaskorun á síðustu tímabilum. Leiknir er með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“