fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Jafnt í Árbænum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:09

Beitir varði víti í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir tók á móti KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Jafntefli varð niðurstaðan í leik þar sem bæði liðin fara líkleg svekkt heim.

Það var mikið fjör í byrjun leiks og heimamenn komust yfir strax á 3. mínútu. Þá kom hár bolti utarlega á teig KR, nálægt endamarkinu. Arnór Borg Guðjohnsen náði til boltans og kom honum fyrir markið þar sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Það liðu þó ekki nema um þrjár mínútur þar til KR-ingar voru búnir að jafna. Atli Sigurjónsson tók aukaspyrnu fyrir mark Fylkis, Stefnán Árni Geirsson flikkaði á fjær og þar var Grétar Snær Gunnarsson mættur til að skora. Hann setti boltann í slánna og inn af stuttu færi.

Leikurinn róaðist töluvert eftir mörkin. Um miðjan fyrri hálfleikinn fengu heimamenn ágætis færi. Dagur Dan Þórhallsson átti þá stutta sendingu innan teigs á Arnór Borg. Sá síðarnefndi fór hins vegar illa að ráði sínu og skaut boltanum hátt yfir markið.

Um tíu mínútum síðar kom Óskar Örn Hauksson sér inn á vítateig Fylkis frá hægri væng, kom inn á völlinn og tók lúmskt skot á nærstöngina. Aron Snær Friðriksson, sem kom inn í markið hjá Árbæjingum fyrir Ólaf Kristófer Helgason í kvöld, varði þó frá honum.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fengu Fylkismenn vítaspyrnu. Arnór Borg steig á punktinn en Beitir Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna, las Arnór.

KR-ingar þreifuðu fyrir sér eftir þetta en þeir áttu erfitt með að skapa sér færi. Varnarlína Fylkis hélt virkilega vel í kvöld. Ásgeir Eyþórsson, miðvörður þeirra, skallaði til að mynda ófáa boltanna frá marki. Eins og konungur í ríki sínu.

Eftir rúman klukkutíma leik tók Jordan Brown á sprett upp völlinn, í átt að marki gestanna. Hann kom sér í ágætis skotstöðu og hlóð í fast skot sem fór beint á Beiti. Skotið var hins vegar fast og markvörðurinn lenti í miklum vandræðum og missti boltann í gegnum klofið í sér. Arnór Sveinn Aðalsteinsson bjargaði þó markverðinum sínum með því að hreinsa á marklínu.

Stuttu síðar reyndi Óskar Örn að kom boltanum inn fyrir á Odd Inga Bjarnason en Aron í marki Fylkis náði að koma út á móti og hreinsa frá markinu, tæpt var það.

Ungir og sprækir heimamenn tóku vel við sér á lokamínútum leiksins. Þeir virtust eiga töluvert meira eftir á tankinum en KR-ingar. Í blálok leiksins átti Dagur Dan frábæra sendingu inn fyrir á Þórð Gunnar Hafþórsson sem var einn á móti Beiti. Hann var þó alltof lengi að aðhafast og KR-ingar komu knettinum í burtu.

Liðin deildu stigunum í Árbænum, 1-1.

Fylkir er með 2 stig eftir fyrstu þrjá leikina. KR er með 4 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“