fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

„Hann hefur örugglega hraunað yfir mig í sjónvarpinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Björnsson, markvörður Sjörnunnar, var gestur í þættinum 433.is á Hringbraut í gær. Stjarnan hefur ekki farið af stað eins og best verður á kosið í Pepsi-Max deildinni í sumar. Þá hefur umræðan í kringum liðið verið fremur neikvæð í kjölfar uppsagnar Rúnar Páls Sigmundssonar, þjálfara. 

Í upphafi spjallsins ræddi Haraldur við Hörð Snævar Jónsson, þáttastjórnanda, um 2-0 tap síns liðs gegn Keflavík um síðustu helgi.

,,Það voru mjög þung skref (af vellinum). Menn voru mjög ákveðnir í því að gera betur og sækja þrjú stig. Við náttúrulega lentum á móti kröftugum vindi og völlurinn var eins og hann var. Keflvíkingarnir voru bara grimmir.“

Stjarnan fékk á sig umdeilda vítaspyrnu í leiknum þar sem Haraldur átti í hlut. Haraldur var spurður út í það hvort hann vissi á hvað hefði verið að dæma.

,,Ekki hugmynd. Maður frétti það fyrir tímabil að dómararnir ættu að fá að svara fyrir það og koma í viðtöl en það hefur ekki ennþá gerst.“ 

Eitthvað kom upp á

Stærsta fréttin í boltanum í síðustu viku var þegar Rúnar Páll sagði af sér sem þjálfari Stjörnunnar. Umræðan í kjölfarið hefur verið neikvæð og á þann veg að stjórn félagsins hafi haft óeðlileg afskipti af leikmannavali. Haraldur segir að tíðindin hafi komið illa við sig.

,,Rúnar er frábær þjálfari, sótti mig á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan. Við erum búnir að vinna upp gott samband. Hann hefur stutt vel við bakið á mér og yfir svona langan tíma myndast vinátta. Menn eru búnir að vera þarna í langan tíma, það eru góð samskipti og þá er þetta svolítið sérstakt. Það er mjög leiðinlegt að sjá hann fara.“ 

Haraldur telur það eðlilegt að fólk velti hlutunum fyrir sér þegar þjálfari hættir eftir einn leik.

,,Ég held að það sé alltaf (vangaveltur) þegar þjálfarar hætta. Af hverju það er gert, hvenær það er gert og svoleiðis. Stundum má náttúrulega rekja það til slaks gengis en eftir einn leik, það hlýtur eitthvað að hafa komið upp á. Það hefur ekkert verið farið nánar út í það hvað það var en það hlýtur að hafa verið eitthvað. 

Markvörðurinn segir Rúnar Pál hafa verið allt í öllu hjá Stjörnunni.

,,Það hefur alltaf verið talað um Danna Lax (Daníel Laxdal) sem herra Stjarnan en það er í rauninni Rúnar sem er herra Stjarnan. Hann er potturinn og pannan þarna. Hann er að kenna í skólanum, er þjálfari, á börn þarna, býr þarna við hliðina á. 

Rúnar Páll Sigmundsson. Fréttablaðið/Ernir

Bikarmeistaratitillinn sá sætasti

Haraldur talar um bikarmeistaratitil Stjörnunnar árið 2018 sem hápunkt sinn hjá félaginu hingað til frá því að hann kom til félagsins úr atvinnumennsku í Noregi árið áður. Það er eini titill hans með félaginu. Stjarnan hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 2014.

,,Hann var hrikalega sætur. Algjörlega geggjað ‘móment,’ sérstaklega að hafa alla þessa Stjörnumenn í stúkunni, þegar bikarinn fór á loft með Silfurskeiðinni, fyrsti titillinn, hvað það þýddi fyrir þá. Það gaf manni blóðbragð, að vinna þann stóra. Það er það sem maður eltist við.“

Ber alltaf tilfinningar til Vals en er þó orðinn harður Stjörnumaður

Haraldur er uppalinn í Val en segist vera farinn að bera miklar taugar til Stjörnunnar.

,,Ég er náttúrulega uppalinn Valsari og ber alltaf taugar til uppeldisfélagsins en eftir fimm ár (hjá Stjörnunni), búinn að kynnast mikið af fólki þá ber maður auðvitað mjög miklar taugar til Garðabæjarins.“

Hafði bara séð Þorvald senda mönnum pillur í sjónvarpinu

Þorvaldur Örlygsson, sem var aðstoðarþjálfari Rúnars, er nú tekinn við Stjörnunni. Haraldi lýst mjög vel á hann.

,,Ég hafði engin kynni af honum fyrir nema bara úr sjónvarpinu, þar sem hann sendi á menn pillur, örugglega hraunað yfir mig nokkrum sinnum í sjónvarpinu og Stjörnuna og svoleiðis en svo þegar maður kynnist honum og fór að spyrjast fyrir þá eru allir sem bera honum frábært orð og segja að hann sé algjör toppmaður.“

Góð stemmning í hópnum

Þrátt fyrir að liðið sé aðeins með eitt stig og að umræðan í kringum liðið hafi verið neikvæð undanfarið þá stendur leikmannahópur Stjörnunnar þéttur saman.

,,Hópurinn er mjög samstilltur og góð stemmning í honum. Auðvitað hefðum við viljað vera komin með fleiri stig í pokann, þennan fræga poka eins og talað er um, en miðað við að öll liðin eru búin að sækja stig og enginn er með fullt hús, þrjú stig í toppinn, það þarf ekkert mikið til.“

Munar ekki miklu um það að hafa tvo aðalþjálfara

Í fyrra var Stjarnan með tvo aðalþjálfara, Rúnar Pál og Ólaf Jóhannesson. Haraldur segir ekki mikinn mun á því og hefðbundu fyrirkomulagi með einn aðalþjáfara.

,,Það var ekkert rosalega mikill munur. Við erum búnir að vera með frábæra aðstoðarþjálfara í gegnum þessi fjögur tímabil sem ég hef verið. Höfum verið með Brynjar Björn (Gunnarsson), Davíð Snorra (Jónasson), Jón Þór (Hauksson). Þetta eru allt sterki karakterar og Rúnar hefur alltaf hleypt þeim mikið inn í sitt hlutverk. Það eru ekkert bara þeir þegjandi að setja niður keilur. Þeir hafa alltaf verið virkur þáttur. Það er margt sem gerist á bakvið tjöldin sem leikmenn hafa ekki hugmynd um þar sem þeir eru örugglega að ræða liðið, hverjir voru lélegir og hverjir voru góðir.“

Stöðugleikinn mikilvægastur

Haraldur stóð sig mjög vel með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Færa mætti rök fyrir því að það hafi verið hans besta tímabil í búningi liðsins.

,,Það er kannski ykkar að dæma (hvort að þetta hafi verið hans besta tímabil hjá félaginu), ykkar sérfræðinganna. Fyrir mitt leyti hefur þetta alltaf bara verið að reyna að vera sem mest ‘solid’ leik eftir leik. Ég reyni auðvitað að halda hreinu og fá á mig sem fæst mörk en ég held aðallega að þetta sér frammistöðukúrfan, að hún sé sem mest stögug. Það er ekkert gaman að vera frábær í einum leik og svo ömurlegur í næsta, tapa stórt, heldur að eiga 18-20 leiki þar sem þú ert góður, tekur eina og eina góða vörslu þar sem þú hjálpar liðinu.“

Stefnan sett hátt

Að sögn Haralds er Stjarnan með nægilega gott lið til að blanda sér í Evrópubaráttu, hið minnsta.

,,Algjörlega. Evrópubaráttan er auðvitað enn harðari í ár, við erum búin að missa eitt sæti. Við getum kannski kennt okkur sjálfum um það, íslensku liðin. Við erum kannski eina liðið sem hefur farið í næstu umferð. FH hefur farið í næstu umferð en það eru mörg lið sem hafa dottið út og kannski ekki spilað nægilega skynsamlega. Þá höfum við verið að tapa þessum Evrópustigum sem eru dýrkeypt núna. 

Ísland færist nær Norðurlöndum 

Haraldur hefur leikið bæði í Noregi og Svíþjóð. Hann telur að Ísland sé að nálgast atvinnumannaumhverfið í þessum löndum.

,,Deildin okkar er kannski ekki hátt skrifuð en með þessum kúltúr sem virðist vera að breytast með meira og meira atvinnumannaumhverfi þá getum við vonandi farið að gera betur. Við sjáum strákanna sem liðin eru að sækja heim. Eini munurinn er sá að hóparnir (erlendis) eru kannski með 25 jafnsterka leikmenn. Liðin á Íslandi eru með góða 11, góða 12, 13, 14, 15, 16. Svo er þetta blanda af ungum sem eru að koma inn. Á meðan eru hóparnir úti jafnari en bestu leikmennirnir hér gætu klárlega verið í mjög góðum liðum á Skandinavíu.“

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson, Fréttablaðið

Viðalið við Harald má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“