fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433

Efstu liðin unnu öll á Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:39

Cristiano Ronaldo. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter, AC Milan, Juventus og Atalanta unnu öll leiki sína í Meistardeildarbaráttunni í Serie A í kvöld.

Inter, sem er þegar orðið meistari, vann 3-1 sigur á Roma. Marcelo Brozovic, Matias Vecino og Romelu Lukaku gerðu mörk Inter. Henrikh Mkhitaryan skoraði mark Roma.

Milan gerði sér lítið fyrir og vann 0-7 útisigur á Torino. Ante Rebic skoraði þrennu og Theo Hernandez skoraði tvo. Hin mörkin gerðu Franck Kessie og Brahim Diaz.

Juventus vann 1-3 sigur á Sassuolo. Adrien Rabiot, Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala skoruðu mörk Juve. Giacomo Raspadori skoraði fyrir Sassuolo.

Atalanta vann 2-0 sigur á Benevento með mörkum frá Luis Muriel og Mario Pasalic.

Meistaradeildarbaráttan er ótrúlega jöfn. Atalanta er með 75 stig í öðru sæti, sem og AC Milan. Napoli er svo með 73 stig í fjórða sætinu og Juventus með 72 stig í því fimmta. Öll lið eiga eftir að leika tvo leiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“