Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Sölva Snæ Guðbjargarsyni frá Stjörnunni. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. Greint er frá þessu inni á Blikar.is
Sölvi er 19 ára miðjumaður sem hefur spilað 55 meistaraflokksleiki með Stjörnunni og skorað 9 mörk. Hann á þá 17 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.
,,Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúym að hann muni styrkja liðið okkar mikið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika.
Upphaflega var það talið að Sölvi myndi spila með Stjörnunni út leiktíðina og fara svo frítt til Blika að loknum samningi sínum í Garðabæ. Nú er hins vegar ljóst að hann mætir beint í Kópavoginn.