Arsenal vann góðan útisigur gegn Chelsea í kvöld. Þetta var fyrsta tap Chelsea í mánuð.
Arsenal komst yfir á 16. mínútu með marki frá Emile Smith-Rowe. Jorginho átti þá hræðilega sendingu til baka, ætlaða Kepa Arrizabalaga í markinu. Hann setti boltann næstum því í eigið net. Kepa náði þá að bjarga en þó beint á Pierre-Emerick Aubameyang sem kom boltanum á Smith-Rowe sem skoraði.
Heimamenn voru heilt yfir betri í leiknum. Christian Pulisic kom boltanum að vísu í netið eftir klukkutíma leik en eftir skoðun í VAR var hann dæmdur rangstæður. Þeir mættu með allt sitt fram völlinn í lok leiks en þeim tókst ekki að finna jöfnunarmark. Lokatölur 0-1 fyrir Arsenal, sem vann einnig fyrri leik liðanna á tímabilinu á Emirates-vellinum.
Arsenal er komið upp í áttunda sæti með 55 stig. Þeir eiga enn möguleika á Evrópusæti. Chelsea er í fjórða sæti með 64 stig, með 6 stiga forskot á West Ham og 7 stiga forskot á Liverpool. West Ham á þó einn leik til góða á Chelsea og Liverpool tvo.