Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Taylor Ziemer út keppnistímabilið 2021. Taylor er fædd árið 1998 kemur frá Bandaríkjunum.
Taylor hefur undanfarin tímabil leikið í bandaríska háskólaboltanum bæði með University of Virginia og Texas A&M. Í báðum skólum var hún í lykilhlutverki í öflugum liðum. Árið 2018 lék hún með ADO Den Haag í efstu deild í Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk 16 leikjum.
Taylor er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað allar fremstu stöðurnar á vellinum.