fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 21:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Levante tók á móti Barcelona í 36. umferð spænsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli liðanna og missir Barcelona því mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Barcelona var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og var það sjálfur Lionel Messi sem kom Börsungum yfir eftir 25. mínútur með flotti skoti innan teigs. Pedri tvöfaldaði forystu gestanna rúmum tíu mínútum síðar eftir flotta sókn. Þannig stóðu leikar í hálfleik og leit út fyrir að seinni hálfleikur yrði formsatriði fyrir Börsunga.

Á tveimur mínútum í seinni hálfleik hafði Levante jafnað leikinn með mörkum frá Melero og Morales. Dembéle tók þá málin í sínar hendur og kom Barcelona aftur yfir á 64. mínútu. Leikmenn Levante gáfust ekki upp og jafnaði Sergio León metin á 83. mínútu og þar við sat.

Þetta þýðir að Barcelona mistekst að komast á toppinn og er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Atlético og einu stigi á undan Real Madrid, en bæði liðin eiga leik til góða. Toppliðin á Spáni hafa keppst við að tapa stigum að undanförnu og lítur út fyrir það að liðin vilji hreinlega ekki vinna deildina.

Levante 3 – 3 Barcelona
0-1 Messi (´25)
0-2 Pedri (´34)
1-2 Melero (´57)
2-2 Morales (´59)
2-3 Dembélé (´64)
3-3 León (´83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“