fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Spánverjar að stela Laporte

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aymeric Laporte mun spila með Spáni á Evrópumótinu í sumar, ef marka má frétt Marca á Spáni. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að vinna í málinu síðustu vikurnar.

Luis Enrique þjálfari Spánar vill fá Laporte til að spila fyrir sig en Frakkar hafa ekki haft áhuga á að nota hann.

Laporte er öflugur varnarmaður sem hefur gert það gott hjá Manchester City, áður lék hann með Athletic Bilbao á Spáni.

Ættartengsl Laporte til Spánar gera honum kleift að spila fyrir Spán en Didier Deschamps þjálfari Frakklands hefur ekki viljað nota hann.

Í frétt Marca segir að málið sé á lokastigi og aðeins eigi eftir að fá undirritun frá FIFA, detti hún í gegn á næstu dögum er öruggt að Laporte verður í EM hópi Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“