Stjarnan tók á móti Keflavík í 2. umferð Pepsi-Max deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli liðanna.
Stjarnan var miklu betra liðið í kvöld, stjórnuðu leiknum og voru miklu meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið af hættulegum færum. Nýliðarnir í Keflavík voru mættar í Garðabæinn til að sýna sig og sanna og börðust virkilega vel fyrir þessu stigi í kvöld.
Stjarnan og Keflavík næla sér í sín fyrstu stig í deildinni með þessu jafntefli. Þá er Fylkir eina liðið sem á enn eftir að komast á blað í deildinni en leik þeirra við Tindastól sem átti að fara fram í dag var frestað.
Stjarnan 0 – 0 Keflavík