fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pep: „Þetta er mikilvægasti titillinn“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 22:15

Ver Pep Guardiola titilinn enn á ný?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mancester City varð í kvöld Englandsmeistari eftir tap Manchester United gegn Leicester.

Manchester City hefði getað tryggt sér titilinn í síðasta leik gegn Chelsea en svo varð ekki og var Pep brjálaður eftir þann leik. Hann er þó í stuði í dag og hrósaði leikmönnum sínum ákaft:

„Þetta tímabil hefur verið ólíkt öllum öðrum. Þetta var erfiðasta tímabilið. Við munum alltaf muna eftir hvernig við unnum þetta,“ sagði Guardiola.

„Ég er stoltur að vera stjóri í þessu liði og með þessa leikmenn. Þeir eru svo sérstakir. Að komast í gegnum þessa leiktíð með öllu tilheyrandi er ótrúlegt. Þeir gefast aldrei upp. Alla daga eru þeir mættir að berjast og alltaf að reyna að bæta sig.“

„Þetta á einnig við um frábært starfslið okkar sem hafa unnið hörðum höndum á bakvið tjöldin til að tryggja það að leikmennirnir séu í góðum málum.“

„Englandsmeistaratitillinn er mikilvægasti titillinn. Þetta er í gangi allan veturinn og við þurfum að spila á þriggja daga fresti heima og heiman. Og einungis er hægt að vinna þetta með því að sýna sitt besta andlit alla daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“