Southampton tók á móti Crystal Palace í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld á St. Mary vellinum. Leiknum lauk með öruggum 3-1 sigri heimamanna.
Hvorugt liðið er í keppni um nokkuð og eru örugg um áframhaldandi sæti í deildinni svo flestir bjuggust við rólegum leik. Þvert á móti var leikurinn virkilega fjörugur og kom Benteke gestunum yfir strax í byrjun leiks. Gamanið stóð þó ekki lengi fyrir Roy Hodgson og félaga þar sem Ings jafnaði metin stuttu síðar eftir frábæra sókn.
Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik og kom Adams Southampton yfir strax í byrjun seinni með skoti úr afar þröngu færi. Ings var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Southampton. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og Southampton tryggir sér stigin þrjú og fer upp í 14. sætið, einu stigi á eftir Crystal Palace.
Southampton 3 – 1 Crystal Palace
0-1 Benteke (´2)
1-1 Ings (´19)
2-1 Adams (´48)
3-1 Ings (´75)