fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Öruggur sigur Southampton gegn Crystal Palace

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton tók á móti Crystal Palace í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld á St. Mary vellinum. Leiknum lauk með öruggum 3-1 sigri heimamanna.

Hvorugt liðið er í keppni um nokkuð og eru örugg um áframhaldandi sæti í deildinni svo flestir bjuggust við rólegum leik. Þvert á móti var leikurinn virkilega fjörugur og kom Benteke gestunum yfir strax í byrjun leiks. Gamanið stóð þó ekki lengi fyrir Roy Hodgson og félaga þar sem Ings jafnaði metin stuttu síðar eftir frábæra sókn.

Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik og kom Adams Southampton yfir strax í byrjun seinni með skoti úr afar þröngu færi. Ings var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Southampton. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og Southampton tryggir sér stigin þrjú og fer upp í 14. sætið, einu stigi á eftir Crystal Palace.

Southampton 3 – 1 Crystal Palace
0-1 Benteke (´2)
1-1 Ings (´19)
2-1 Adams (´48)
3-1 Ings (´75)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“