Patrik Sigurður Gunnarsson afrekaði það að komast upp með tveimur liðum úr næst efstu deild í Danmörku á þessu tímabili. Patrik sem er í eigu Brentford á Englandi var lánaður til Vilborg fyrri hluta tímabilsins.
Eftir áramót fór Patrik svo á láni til Silkeborg sem tryggði sér miða í efstu deild í gær. „Mér líður mjög vel. Þetta er góð tilfinning, fyrst og fremst að komast upp með núverandi liði mínu, Silkeborg. Það var líka gaman að sjá Viborg fara upp. Það er frábært að hafa hjálpað þeim líka,“ sagði Patrik
Patrik er tvítugur markvörður en hann var hjá Breiðablik áður en hann hélt í atvinnumennsku, óvíst er hvað hann gerir í sumar en líkur eru á dönsk félög vilji kaupa hann eftir frábæra frammistöðu
„Þetta er merkilegt afrek að komast upp með tveimur liðum en auðvitað hefði ég ekki getað þetta án góðra liðsfélaga í þesusm liðum.“
„Það eru fjórir leiki eftir og á morgun er leikur gegn Vilborg. Það væri ótrúlegt að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa leik. Þetta verður erfiður leikur.“