Napoli tók í kvöld á móti Udinese í 36. umferð ítölsku deildarinnar í knattspyrnu. Napoli vann öruggan 5-1 sigur og tryggði sér þar með þrjú mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir tæplega hálftíma leik kom Zielenski heimamönnum yfir og aðeins þremur mínútum seinna tvöfaldaði Fabián Ruiz forystuna. Okaka minnkaði muninn fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Leikmenn Napoli mættu grimmir í seinni hálfleikinn og stjórnuðu leiknum. Lozano kom Napoli í tveggja marka forystu á 56. mínútu og Di Lorenzo skoraði fjórða markið tíu mínútum síðar. Insigne innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma.
Napoli er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en með þessum sigri komst liðið upp í 2. sæti deildarinnar með 73 stig.
Napoli 5 -1 Udinese
1-0 Zielinski (´28)
2-0 Ruiz (´31)
2-1 Okaka (´41)
3-1 Lozano (´56)
4-1 Di Lorenzo (´66)
5-1 Insigne (´90+1)