Derby County tryggði sér áframhaldandi sæti í ensku Championship deildinni á laugardag eftir mikla dramatík þegar liðið gerði jafntefli við Sheffield Wednesday. Liðið gæti þó átt möguleika á því að verða sent niður eftir að EFL vann áfrýjun gegn félaginu.
Derby var kært fyrir að hafa selt Mel Morris, eiganda félagsins, heimavöllinn sinn sem var tvöfalt yfir markaðsverði á þeim tíma. Þá var einnig talið að sumir samningar við leikmenn væru ólöglegir. Þetta mál var látið niður falla í ágúst í fyrra en var strax áfrýjað og er nú ljóst að Derby braut af sér.
Enn á eftir að ákveða refsingu en það gæti verið allt frá stórri sekt eða að stig verði dregin frá liðinu, annað hvort á þessu tímabili eða því næsta.
Stig voru dregin af Sheffield Wednesday í vetur þegar þeir brutu fjármálareglur svo fordæmi eru fyrir því. Wycombe Wanderers vonast að sjálfsögðu til þess að stig verði dregin af liðinu en þá mun liðið vera áfram í deildinni á kostnað Derby.