Liverpool mun ekki ná Meistaradeildarsæti þrátt fyrir áhlaup í lok tímabilsins, þetta segja útrekningar vefsíðunnar FiveThirtyEight.
Þar er notuð tölfræði til að reikna út stig liða í lok móts, Manchester City og United hafa tryggt sér sæti í Meistaradeildinni að ári.
Leicester, Chelsea, Liverpool og West Ham berjast um hin sætin tvö. Chelsea er á skriði og virðist ætla að klára sitt.
Leicester og Liverpool eiga bæði leik við Manchester United í vikunni og þar gæti margt gerst. FiveThirtyEight spáir því að Leicester nái í þrjú stig til viðbótar og að það dugi til að sækja fjórða sætið.
Spá um þetta má sjá hér að neðan en því er spáð að Liverpool verði stigi á eftir Leicester.