Oli McBurnie framherji Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni gæti verið í klandri eftir að myndband af honum að ráðast á mann fór á veraldarvefinn í dag.
Þar sést McBurnie ráðast á karlmann síðasta laugardagskvöld. Samkvæmt enskum blöðum var maðurinn að gera grín að McBurnie fyrir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Framherjinn var brjálaður við það en atvikið átti sér stað í Knaresborough í Norður Jórvíkurskíri. Framherjinn sló síma mannsins úr höndum hans og réðst svo á hann.
Maðurinn var með skurð í andliti og glóðarauga eftir högg frá McBurnie, maðurinn leitaði ekki á sjúkrahús og hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann leggi fram kæru.
McBurnie hefur átt erfitt uppdráttar hjá Sheffield en félagið keypti hann sumarið 2019 fyrir 20 milljónir punda og gæti nú átt yfir höfði sér kæru vegna líkamsárásar.
Is this the first time @oli_mcburnie has had a strike on target all season? pic.twitter.com/C0Lsp3JhK4
— Chris (@Nomadicscotsman) May 10, 2021