Þróttur tók á móti Val í 2. umferð Pepsi-Max deildar kvenna á Eimskipsvellinum. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli liðanna.
Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur og fengu bæði lið ágætis færi, sérstaklega gestirnir. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum, bæði lið reyndu fyrir sér sóknarlega en vörðust vel. Lokamínúturnar voru æsispennandi en hvorugt liðið náði að tryggja sér sigur.
Bæði Breiðablik og Valur, liðin sem hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni síðustu ár, tapa því stigum í 2. umferð. Þetta sýnir kannski að það er kraftur í „minni“ liðum deildarinnar og þau ætla sér að minnka bilið á milli þeirra og Breiðabliks og Vals. Valur er með 4 stig eftir 2 leiki í deildinni.
Þróttur 0 – 0 Valur