fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pepsi-Max kvenna: Íslandsmeistararnir töpuðu stórt í Eyjum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld á Hásteinsvelli. Leiknum lauk með 4-2 sigri ÍBV. Blikar sem byrjuðu mótið á 9-0 stórsigri gegn Fylki tapa því sínum fyrstu stigum í deildinni.

Kristín Dís kom Blikum yfir strax í byrjun leiks og leit út fyrir að þetta yrði enn einn auðveldur sigur þeirra.

Annað kom á daginn en Delaney Bale Pridham jafnaði metin aðeins 6 mínútum síðar með frábæru skallamarki. Pridham var aftur á ferðinni eftir hálftíma leik og kom heimakonum yfir eftir flotta skyndisókn. Þá tók Viktorija Zalcikova við og skoraði 2 mörk í uppbótartíma fyrri hálfleiks en ÍBV sundurspilaði Blikaliðið á þeim tíma.

Olga Sevcova fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að slá Ástu Eir.

Blikar sóttu stíft í seinni hálfleik og lágu á heimakonum en ÍBV varðist vel og leit ekki út fyrir að vera manni færri. Agla María klóraði í bakkann fyrir gestina undir lok leiks. Ekki komu fleiri mörk eftir í leikinn og sanngjarn sigur ÍBV staðreynd.

ÍBV 4 – 2 Breiðablik
0-1 Kristín Dís (´2)
1-1 Pridham (´8)
2-1 Pridham (´30)
3-1 Zaicikova (´45)
4-1 Zaicikova (´45)
4-2 Agla María (´88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistararnir að fá annað ungstirni

Meistararnir að fá annað ungstirni