Nörrköping tók á móti AIK í sænsku deildinni dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna. Samuel Adegbenro skoraði bæði mörk leiksins á 62. og 86. mínútu.
Ísak Bergmann var á sínum stað í byrjunarliðinu og Ari Freyr kom inn á sem varamaður.
Fögnuður leikmanna í fyrsta markinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlun en Ari Freyr Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Samuel Adegbenro fögnuðu fyrsta marki leiksins með því að sýna liðsfélaga þeirra stuðning en Oliver Stefánsson greindist nýverið með blóðtappa í öxl.
Ari Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson & Samuel Adegbenro celebrate the 1st of the match with the shirt of Oliver Stefansson who’s been diagnosed with blood clot in his shoulder ⭐️👌 pic.twitter.com/H3CTFNVK4y
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 10, 2021