Fulham tók á móti Burnley í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld á Craven Cottage. Leiknum lauk með 0-2 sigri Burnley sem þýðir að Fulham er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, Fulham reyndi að sækja en leikmenn Burnley vörðust vel. Westwood kom Burnley yfir á 36. mínútu eftir flotta skyndisókn og Wood tvöfaldaði forystuna með sínu fimmtugasta marki fyrir Burnley undir lok fyrri hálfleiks.
Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður, lítið um opin færi og leikmenn Fulham reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn til að eiga möguleika á áframhaldandi sæti í deildinni. Það tókst ekki og nokkuð öruggur 0-2 sigur Burnley staðreynd og Fulham þarf því að sætta sig við að leika í Championship deildinni á næstu leiktíð. Sheffield United og West Brom fara ásamt Fulham niður um deild.
Fulham 0 – 2 Burnley
0-1 Westwood (´35)
1-1 Wood (´44)