2. umferð Pepsi Max-deildar karla hefur farið af stað með látum. Mun fleiri mörk hafa verið skoruð enn í umferðinni á undan.
Deildin fór af stað um síðustu helgi og í fyrstu sex leikjunum litu aðeins sjö mörk dagsins ljós. Allt annað hefur hins vegar verið uppi á teningnum í þessari umferð.
Hingað til í 2. umferðinni hefur KA unnið KR 1-3, Leiknir og Breiðablik gert 3-3 jafntefli, HK og Fylkir gert 2-2 jafntefli og ÍA og Víkingur 1-1 jafntefli. Þetta gera 14 mörk.
Þetta þýðir að nú þegar inniheldur umferðin sem nú stendur yfir tvöfalt fleiri mörk en sú fyrsta. Þess má geta að tveir leikir eru enn eftir í umferðinni. FH tekur á móti Val í stórleik í kvöld á sama tíma og Keflavík og Stjarnan mætast.