Alan Hudson, sem lék á sínum tíma með Chelsea, Arsenal og Stoke City á Englandi, segir að Willian hafi eingöngu farið frá Chelsea til Arsenal svo hann gæti spilað með David Luiz, varnarmanni liðsins.
Willian, sem átti virkilega góða tíma hjá Chelsea, hefur engan veginn fundið sig hjá Arsenal frá því hann kom til liðsins fyrir tímabilið.
,,Hann flutti einungis á milli liða í Lundúnum af því að besti vinur hans (Luiz) er þar,“ sagði Hudson. ,,Frá fyrsta degi hefur hann litið út eins og leikmaður Chelsea í búningi Arsenal. Þú getur séð á líkamstjáningu hans að hann er í röngum hluta Lundúna.“
Arsenal leikur þessa stundina gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni. Willian er í byrjunarliðinu. Luiz er að glíma við meiðsli og er ekki með.