AC Milan vann virkilega góðan útisigur á Juventus í baráttunni um Meistaradeildarsæti í Serie A í kvöld.
Brahim Diaz kom Milan yfir í blálok fyrri hálfleiks. Eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik fengu gestirnir svo tækifæri til að tvöfalda forystu sína. Þá brenndi Franck Kessie hins vegar af vítaspyrnu.
Ante Rebic skoraði þó annað mark Milan á 78. mínútu. Stuttu síðar var Fikayo Tomori, lánsmaður frá Chelsea, svo búinn að gylltryggja sigurinn. Lokatölur 0-3.
Milan er nú í þriðja sæti deildarinnar með 72 stig, jafnmörg stig og Atalanta sem er í öðru sæti. Juve er með 69 stig í fimmta sæti. Stigi á eftir Napoli í því fjórða. Öll liðin eiga þrjá leiki eftir. Það er ljóst að stuðningsmenn Juventus hefðu engan húmor fyrir því ef lið þeirra myndi missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.