Everton heimsótti West Ham í þriðja leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu að lokum góðan sigur.
Dominic Calvert-Lewin skoraði og kom Everton yfir um miðjan fyrri hálfleik. Ben Godfrey átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn West Ham á framherjann knáa sem kláraði færið sitt. West Ham var betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér almennileg færi.
Eftir rúman stundarfjórðung í seinni hálfleik skaut Vladimir Coufal, bakvörður West Ham, í stöngina. Heimamenn komust ekki nær því að skora. Everton fékk færi til að skora annað mark en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1.
Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði í 85 mínútur.
Everton er í áttunda sæti deildarinnar með 55 stig. Þeir eru 3 stigum frá West Ham, sem er í fimmta sæti. Þá á Everton leik til góða. Útlitið er orðið nokkuð svart fyrir West Ham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þeeir eru 5 stigum á eftir Leicester og 6 á eftir Chelsea þegar þrjár umferðir eru eftir.