Það var Íslendingaslagur þegar tvö efstu lið Danmerkur mættust í dag. Þá hófst Eliteserien, efsta deild Noregs, einnig.
Hjörtur hafði betur gegn Mikael í toppslagnum
Brondby vann 3-1 sigur gegn Midtjylland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brondby. Mikael Neville Andersson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland þegar stundarfjórðungur var eftir. Midtjylland er á toppi deildarinar með 56 stig, nú aðeins stigi á undan Brondby, þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir.
Íslendingar stóðu sig vel í fyrstu umferð Eliteserien
Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrsta mark Viking þegar liðið vann 3-1 sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinnu í dag.
Alfons Sampsted var í byrjunarliði og lagði upp fyrsta mark Bodo/Glimt gegn Tromsö í sömu deild. Leiknum lauk 3-0 fyrir Bodo/Glimt.
Björn Bergmann Sigurðarson og Brynjófur Andersen komu báðir inn á sem varamenn þegar Molde vann 2-0 sigur á Kristansund. Björn Bergmann leikur með Molde og Brynjólfur með Kristiansund. Sá fyrrnefndi lék í um stundarfjórðung en sá síðarnefndi allan seinni hálfleikinn.