Daníel Leó Grétarsson var ekki með Blackpool í sigri liðsins gegn Bristol Rovers ensku C-deildinni í dag. Liðið tryggði sér þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Öll lokaumferðin í deildinni var leikin í dag.
Ellis Simms skoraði eina mark Blackpool þegar stundarfjórðungur lifði leiksins. Daníel Leó hefur verið að glíma við meiðsli og spilaði ekki í dag.
Blackpool lýkur keppni í deildinni í þriðja sæti og fer í umspil. Þar mæta þeir Oxford í tveggja leikja einvígi. Í hinu umspilseinvíginu mætast Sunderland og Lincoln. Sigurvegararnir úr leikjunum mætast svo í hreinum úrslitaleik um sæti í Championship-deildinni á næsta tímabili.
Hull og Peterborough höfðu þegar tryggt sér sæti í Championship fyrir leiki dagsins. Rochdale, Northampton, Swindon og Bristol fara niður í D-deildina.