Talið er að UEFA hafi verið boðið að nota þrjá enska velli undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 29. maí. Breska ríkisstjórnin hefur þrýst á sambandið og óskað eftir því að leikurinn verði færður til Englands eftir að fréttir bárust þess efnis að Tyrkland væri orðið rautt land fyrir breska ferðamenn vegna fjölda Kórónuveirsusmita þar í landi undanfarið.
Chelsea og Manchester City mætast í úrslitaleiknum. Eins og staðan er núna á hann að fara fram í Istanbúl. Mörgum finnst fáránlegt að tvö ensk lið ferðist til Tyrklands til að spila fótboltaleik innbyrðis, hvað þá í heimsfaraldri.
Talið er að vellirnir sem UEFA standi til boða fyrir leikinn séu Emirates leikvangurinn og Tottenham Hotspur leikvangurinn í Lundúnum sem og St. James’s Park í Newcastle.