Paris Saint-Germain hefur staðfest það að félagið hafi samið við brasilísku stjórstjörnuna Neymar til ársins 2025.
Þetta hefur legið í loftinu frá því að franska blaðið L’Equipe greindi frá því að Neymar væri nálægt því að semja við félagið í gær.
Talið er að leikmaðurinn muni þéna 26 milljónir punda árlega. Það samsvarar um 4,5 milljörðum íslenskra króna.
Neymar kom til PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir um 200 milljónir punda. Þar með varð hann dýrasti leikmaður sögunnar. Hann hefur að vísu verið orðaður í burtu frá félaginu reglulega síðan þá, þá helst til Börsunga. Nú er hins vegar orðið ljóst að hann mun spila með PSG næstu árin.
🤙❤️💙#NeymarJr2025 pic.twitter.com/nNKvR52c4O
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 8, 2021