fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir voru svo nálægt því að vinna Blika

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík tók á móti Breiðabliki í Breiðholtið í kvöld. Leiknum lauk 3-3 eftir að heimamenn höfðu komist tveimur mörkum yfir.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu. Það leit út fyrir að gestirnir ætluðu með forystu inn í leikhlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Máni Austmann Hilmarsson með frábæru skoti fyrir utan teig.

Hálfleikstölur voru 1-1.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik kom Emil Berger Leiknismönnum yfir. Þá vann hann boltann af varnarmanni Blika og skoraði svo með því að vippa yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika.

Tíu mínútum síðar fengu heimamenn víti. Dómari leiksins mat það þá sem svo að Róbert Orri Þorkelsson hafi brotið á Sævari Atla Magnússyni innan teigs. Sævar Atli tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi.

Þær voru ekki margar mínúturnar sem liðu áður en Jason Daði Svanþórsson hafði minnkað muninn fyrir Blika. Hann skoraði þá úr þröngu færi. Boltinn fór af Guy Smit, markverði Leiknis, og í markið.

Það var svo í blálokin sem gestirnir frá Kópavogi jöfnuðu leikinn. Skalli Thomas Mikkelsen var þá varinn af Smit en frákastið barst á Jason Daða sem skoraði. Grátlegt fyrir Leikni. Lokatölur 3-3.

Leiknir er með 2 stig eftir jafnmarga leiki. Breiðablik er með 1 stig, einnig eftir tvo leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
433Sport
Í gær

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Í gær

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“
433Sport
Í gær

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga