fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Neymar við það að skrifa undir – Mun þéna ótrúlegar upphæðir

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 10:58

Neymar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasílíska stórstjarnan Neymar er við það að skrifa undir nýjan samning við Paris Saint-Germain sem mun gilda til ársins 2026. Franska blaðið L’Equipe greindi frá þessu í gærvköldi.

Framtíð Neymar hefur verið í umræðunni í langan tíma, í raun reglulega frá því að hann kom til PSG frá Barcelona á um 200 milljónir punda árið 2017. Hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til Börsunga og einnig við erkifjendur þeirra í Real Madrid.

Nú er hins vegar útlit fyrir að framtíð hans sé í París. Talið er að nýji samningurinn færi honum 26 milljónir punda árlega. Það gera um 4,5 milljarða íslenskra króna. Þá er talið að samningurinn innihaldi himinnháar bónusgreiðslur PSG tekst að vinna Meistaradeild Evrópu á meðan Neymar er hjá félaginu.

Í frétt franska blaðsins kemur einnig fram að Parísarliðið ætli sér næst að framlengja samning Kylian Mbappe. Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar