Guðný Árnadóttir lék með Napoli í tapi í Serie A í dag. Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði með AIK í jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni.
Guðný lék allan leikinn í vörn Napoli í 2-0 tapi gegn Juventus. Hún er í láni hjá liðinu frá AC Milan. Napoli er í tíunda sæti deildarinnar, 3 stigum fyrir ofan San Marino sem er í fallsæti. Síðarnefnda liðið á þó eftir að leika þrjá leiki á meðan Napoli á aðeins tvo leiki eftir. Það stefnir því í hörkufallbaráttu. Lára Kristín Pedersen sat allan leikinn á varamannabekk Napoli.
Hallbera spilaði þá allan leikinn fyrir AIK í 2-2 jafntefli gegn Hammarby. AIK er með 5 stig eftir fjórar umferðir.