Luke Chadwick var einu sinni heimsfrægur knattspyrnumaður og lék fyrir eitt stærsta félag í heimi, Manchester United Chadwick afrekaði svo sem ekki mikið á vellinum en mikið var talað um hann.
Chadwick mátti þola mikið einelti og umtal vegna þess hvernig hann leit út á sínum yngri árum. Chadwick kom upp hjá Manchester United og var mikið rætt um útlit hans, í þættinum They Think It’s All Over á BBC var ítrekað gert grín að því að hann væri ljótur. „Ég man eftir því þegar þetta gerðist fyrst, þá var ég í áfalli. Ég vildi ekki athygli þrátt fyrir að spila fyrir Manchester United,“ sagði Chadwick um atvikið sem var í sjónvarpi allra landsmanna
,,Ég óttaðist hvern einasta föstudag. Ég hafði ekkert sjálfstraust fyrir og þetta gerði það verra. Ég var alltaf að íhuga að tala við BBC, ég var 19 og 20 ára og vildi bara að þetta myndi hætta.“
Hann segir svo frá því á Twitter í dag að hann hafi gengið um með mynd af sætri stelpu í veski sínu. „Þegar ég flutti til Manchester aðeins 16 ára gamall þá skammaðist ég mín fyrir að eiga ekki kærustu,“ skrifar Chadwick á Twitter.
„Ég klippti út sætustu stelpuna úr skólabókinni og hafði hana í veskinu ef einhver færi nú að spyrja mig. Ég gekk svo langt að ég fór að búa til símtöl, eins og að ég væri að tala við hana. Þessa ímynduðu kærustu.“
When I moved to Manchester at 16 I was embarrassed about not having a girlfriend!
So I cut out the most attractive girl from my school year book kept it in my wallet in case anyone asked!
I got so into the lie I was even having fake phone calls with my imaginary gf in digs!🙄🤥
— Luke Chadwick (@Luke_FFF) May 6, 2021