2. umferð í efstu deild karla fer fram um helgina en umferðin hefst á morgun. Í allt sumar mun Kristján Óli Sigurðsson úr hlaðvarpsþættinum Dr. Football etja kappi við Hörð Snævar Jónsson ritstjóra 433.is í tippkeppni.
Fyrir hverja umferð munu þeir félagar tippa á leikina í umferðinni og í lok móts verða stigin talin upp úr hattinum.
Hörður Snævar hafði yfirburði í fyrstu umferð og leiðir 5-2 eftir fyrstu rimmu. „Fyrsta umferðin var brekka fyrir mig en þetta er langhlaup og þar hefur Hörður Snævar ekkert úthald,“ sagði Kristján Óli brattur eftir erfiða byrjun.
Stigagjöfin:
Hárrétt úrslit – 3 stig
Rétt tákn – 1 stig
Kristján Óli Sigurðsson – Höfðinginn
KR 0 – 1 KA
ÍA 1 – 2 Víkingur
HK 2 – 1 Fylkir
Leiknir 0 – 3 Breiðablik
FH 0 – 1 Valur
Keflavík 2 – 1 Stjarnan
Hörður Snævar Jónsson – Ritstjóri 433.is
KR 2 – 0 KA
ÍA 0 – 1 Víkingur
HK 1 – 1 Fylkir
Leiknir 0 – 2 Breiðablik
FH 2 – 1 Valur
Keflavík 0 – 0 Stjarnan