fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Solskjær reiður út í Gary Neville – Telur hann bera ábyrgð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United og þjálfaralið hans er verulega ósátt með Gary Neville fyrrum fyrirliða félagsins og þáttöku hans í mótmælum sem eiga sér stað í garð Glazer fjölskyldunnar sem á United. Stuðningsmenn Manchester United ætlar sér að halda áfram að mótmæla kröftulega fyrir utan heimavöll félagsins þegar heimaleikir félagsins fara fram.

Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford um helgina, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.

Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.

Gary Neville hefur látið Glazer fjölskylduna heyra það á Sky Sports og telur Solskjær að Neville beri ábyrgð á þessu hversu mikill hiti er í fólki.

Neville hrósaði fólkinu sem braut sér leið inn á Old Trafford og lét í sér heyra, Solskjær telur að ef Neville heldur áfram að ráðast á Glazer fjölskylduna þá gæti allt orðið vitlaust næstu vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Í gær

Hákon Arnar byrjar á Anfield

Hákon Arnar byrjar á Anfield
433Sport
Í gær

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Í gær

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta