Myndband af íslenska víkingnum Ara Skúlasyni vekur nú gríðarlega athygli í Belgí. Um er að ræða atvik sem átti sér stað í upphafi árs en það vekur nú heimsathygli.
Ari Freyr sem er margreyndur landsliðsmaður í knattspyrnu rífst þá harkalega við liðsfélaga sinn Jack Hendry hjá Oostende í Belgíu. Ari yfirgaf félagið á dögunum og gekk í raðir IFK Norköpping í Svíþjóð.
Ari og Hendry rifust eins og hundur og köttur eftir 2-2 jafntefli gegn Standard Liege í úrvalsdeildinni í Belgíu. Oostende fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma og var mönnum ansi heitt í hamsi.
Hendry sakaði Ara um að hafa gert slæm mistök í markinu og kallaði hann öllum illum nöfnum þegar í búningsklefann var komið. Ari Freyr svaraði fyrir sig og notaði F-orðið oftar en góðu hófi gengir.
Ari Freyr er 34 ára gamall vinstri bakvörður hefur leikið tæplega 80 landsleiki fyrir Íslands og átt frábæru gengi að fagna.
Rifrildi hans má sjá hér að neðan.
Fuckin underbar video.
Jack Hendry – Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll 🇧🇪 (@belgiskfotboll) May 5, 2021